Tenglar

4. nóvember 2014 | vefstjori@reykholar.is

Þriggja kvölda félagsvist á Reykhólum

Nemendafélag Reykhólaskóla stendur á næstu vikum fyrir þriggja kvölda félagsvist. Þetta framtak er liður í fjáröflun félagsins. Spilað verður fimmtudagana 13. nóvember, 27. nóvember og 4. desember og hefst spilamennskan kl. 20 hverju sinni. Spilað verður í borðsal skólans.

 

Veglegir vinningar í kvenna- og karlaflokki. Bæði verða vinningar fyrir sigurvegara hvers kvölds og fyrir flest samanlögð stig öll kvöldin.

 

Aðgangseyrir er kr. 500. Sjoppa nemendafélagsins verður opin.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31