4. nóvember 2014 | vefstjori@reykholar.is
Þriggja kvölda félagsvist á Reykhólum
Nemendafélag Reykhólaskóla stendur á næstu vikum fyrir þriggja kvölda félagsvist. Þetta framtak er liður í fjáröflun félagsins. Spilað verður fimmtudagana 13. nóvember, 27. nóvember og 4. desember og hefst spilamennskan kl. 20 hverju sinni. Spilað verður í borðsal skólans.
Veglegir vinningar í kvenna- og karlaflokki. Bæði verða vinningar fyrir sigurvegara hvers kvölds og fyrir flest samanlögð stig öll kvöldin.
Aðgangseyrir er kr. 500. Sjoppa nemendafélagsins verður opin.