20. nóvember 2012 |
Þriggja kvölda félagsvist í Sævangi
Félagsvist verður spiluð í Sævangi á Ströndum núna á fimmtudagskvöldið, en hún er hluti af þriggja kvölda keppni sem fer fram næstu vikur á vegum Sauðfjárseturs á Ströndum. Fyrsta kvöldið er fimmtudaginn 22. nóvember, annað kvöldið fimmtudaginn 6. desember og þriðja kvöldið fimmtudaginn 13. desember. Spilamennskan hefst kl. 20 öll kvöldin.
Aðgangseyrir er kr. 800 og eru þá veitingar innifaldar, djús, kaffi og kökur. Vinningar verða veittir fyrir hvert kvöld og einnig eru veglegir vinningar fyrir samanlagðan árangur öll þrjú kvöldin. Allir velkomnir, hvort heldur sem er eitt kvöld eða fleiri, segir í tilkynningu.