22. maí 2010 |
Þrískiptur risatankur við Hótel Bjarkalund
Í vikunni var þrískiptur 60 þúsund lítra eldsneytistankur grafinn niður við Hótel Bjarkalund. Eitt hólfið tekur 30 þúsund lítra af bensíni, annað 20 þúsund lítra af venjulegri dísilolíu og þriðja hólfið 10 þúsund lítra af litaðri olíu fyrir vinnuvélar og fleira. Verk þetta annaðist Brynjólfur Smárason verktaki (Verklok ehf.) frá Borg í Reykhólasveit.
Uppsetning dælubúnaðar og annar frágangur þangað til hægt verður að dæla á bíla og búvélar úr nýja tankinum mun taka talsverðan tíma.