Tenglar

18. júní 2013 | vefstjori@reykholar.is

Þrístrendingur með upphaf og endi á Kleifum í Gilsfirði

Nokkrir hlauparanna í fyrra. Dofri Hermannsson lengst til vinstri.
Nokkrir hlauparanna í fyrra. Dofri Hermannsson lengst til vinstri.

Fjalla- og skemmtihlaupið Þrístrendingur verður haldið á laugardag í fjórða sinn. Þarna er ekki keppt við tímann heldur miklu frekar keppst við að njóta dagsins og félagsskaparins. Hlaupið er öllum opið og þátttakendur velja alveg sjálfir hvort þeir hlaupa alla leiðina eða bara einn eða tvo áfanga af þremur.

 

Upphaf og endir hlaupsins er á Kleifum í Gilsfirði. Heildarvegalengd er um 41 km (nánast maraþonvegalengd). Leiðin er farin í þrem áföngum enda farið um þrjá fjallvegi, þrjár sýslur, þrjá firði og þrjár strendur (eins og nafnið gefur til kynna).

 

Aðstandendur hlaupsins eru allir þeir sem taka þátt í því, en þó aðallega frændurnir Dofri Hermannsson frá Kleifum í Gilsfirði og Stefán Gíslason frá Gröf í Bitrufirði. Leiðin liggur einmitt um æskuslóðir þessara frænda.

 

Í Þrístrendingi eru engin þátttökugjöld. Hins vegar er nauðsynlegt að vita sem mest um þátttökuna fyrirfram til að hægt sé að laga hæfilega mikið kaffi og baka hæfilega margar pönnukökur. Dofri og Stefán taka við skráningum á dofrihermannsson@gmail.com og stefan@environice.is. Einnig verður stofnaður viðburður á Facebook til að auðvelda upplýsingamiðlun.

 

Allar nánari upplýsingar hér

 

Stefán Gíslason: Þrístrendingur í einmunablíðu

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31