Tenglar

9. nóvember 2014 | vefstjori@reykholar.is

Þrjár kynslóðir koma saman í prjónakaffi

Frá prjónakaffi Breiðfirðingafélagsins í fyrrahaust. Ljósm. bf.is.
Frá prjónakaffi Breiðfirðingafélagsins í fyrrahaust. Ljósm. bf.is.

„Prjónakaffið hefur verið líflegt í haust og er mæting ágæt og þar erum við að sjá þrjár kynslóðir komnar saman,“ segir Snæbjörn Kristjánsson, formaður Breiðfirðingafélagsins, í nýjasta fréttabréfi. Næsta prjónakaffi verður kl. 20 annað kvöld, mánudag, og síðan mánudagskvöldið 24. nóvember. Eftir áramót verður þráðurinn tekinn upp á nýjan leik 12. janúar.

 

Prjónakaffið er haldið í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14 í Reykjavík.

 

„Takið með ykkur handavinnuna og/eða sjáið hvað verið er að gera. Kaffi og gos verður til sölu,“ segir í fréttabréfinu.

 

Upplýsingar gefa Erla í síma 898-6747, Sæunn í síma 864-2201 og Jófríður í síma 862-6414.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31