Tenglar

24. janúar 2014 | vefstjori@reykholar.is

Þrjú námskeið á döfinni hjá Félagi eldri borgara

Félag eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi áformar að bjóða upp á þrjú námskeið núna á vorönninni. Þátttaka þarf að liggja fyrir áður en hafin er vinna við skipulagningu og þarf að láta Þrúði Kristjánsdóttur formann eða Víví Kristóbertsdóttur varaformann vita fyrir 11. febrúar. Námskeiðin verða niðurgreidd fyrir félagsfólk. Þau verða ekki haldin nema a.m.k. 10 þátttakendur fáist á hvert þeirra.

 

Námskeiðin eru þessi:

  • Sundleikfimi, sennilega á miðvikudögum, 6 skipti (1-2 fríir prufutímar).
  • Postulínsmálun, ein löng helgi (byrjar hugsanlega á föstudegi).
  • Útskurðarnámskeið, ein helgi.

 

Sjá einnig:

Félag eldri borgara: Starfið fram til vors

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31