Tenglar

31. ágúst 2016 | Umsjón

Þróun heimahaganna, hugmyndir og sjónarmið

Opinn súpufundur verður haldinn í Kaupfélaginu í Króksfjarðarnesi á þriðjudaginn í næstu viku, 6. september, þar sem íbúum Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar gefst tækifæri til að kynna sér vinnu við svæðisskipulagsáætlun fyrir sveitarfélögin og leggja sitt af mörkum við mótun hennar. Verkefnið snýst um að móta stefnu um þróun svæðisins til framtíðar. Sú stefna þarf að eiga fótfestu í reynslu íbúa og sýn á svæðið, auðlindir þess og tækifæri. Nánar um verkefnið á vefnum samtakamattur.is.

 

Á fundinum, sem hefst kl. 17.30, verða kynntar mögulegar áherslur við að styrkja ímynd svæðisins og við að þróa meginatvinnugreinar, en þær byggja á ýmsum gögnum um svæðið, hugmyndum og sjónarmiðum sem komu fram á opnum fundi í Tjarnarlundi í lok apríl sl. Áherslurnar verða ræddar og fundarmenn taka síðan þátt í að setja fram tillögur um ferðaleiðir og áfangastaði.

 

Svæðisskipulagsnefnd hvetur alla sem hafa áhuga á framtíð svæðisins að koma á fundinn, kynna sér vinnuna og ræða tækifærin til að nýta auðlindir og sérkenni svæðisins til eflingar atvinnulífs og byggðar.

 

Vegna veitinga á fundinum og skipulags hópavinnu er nauðsynlegt að skrá sig. Vinsamlegast skráið þátttöku hjá Matthildi Kr. Elmarsdóttur hjá Alta í netfanginu matthildur@alta.is eða í síma 582 5000 fyrir mánudag.

 

Með haustkveðju.

Svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar.

 

 

Sjá einnig:

 

Starfsreglur birtar (Reykhólavefurinn 29. júní 2016).

 

Hugmyndasúpufundur um svæðisskipulag (Reykhólavefurinn 27. apríl 2016).

 

Fyrsti fundur svæðisskipulagsnefndarinnar (Reykhólavefurinn 6. mars 2016).

 

Svæðisskipulagsnefnd þriggja sveitarfélaga stofnuð (Reykhólavefurinn 18. desember 2015).

 

Starfsreglur fyrir svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar (Stjórnartíðindi).

 

Samtakamátturinn virkjaður – vefur svæðisskipulagsins

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31