Tenglar

19. ágúst 2008 |

Þrýst á ráðherra að svíkja ákvörðun um jarðgöng

Kristján L. Möller samgönguráðherra.
Kristján L. Möller samgönguráðherra.

Þrýst er á Kristján L. Möller samgönguráðherra að fresta jarðgangagerð milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar og flýta í staðinn jarðgangagerð milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar við Ísafjarðardjúp, eftir því sem fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Fram kom að ráðherra hyggist taka málið upp á Fjórðungsþingi Vestfirðinga á Reykhólum í næsta mánuði.

Ríkisstjórnin samþykkti í fyrra að flýta gerð jarðganga milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar þannig að framkvæmdum verði lokið árið 2012. Stefnt hefur verið að því að verkið verði fljótlega boðið út en af því verður ekki ef ráðherrann lætur undan þeim þrýstingi sem hér um ræðir.

Jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar eru forsenda þess að hægt verði að halda uppi samgöngum allt árið milli svæða á Vestfjörðum. Það gildir hins vegar ekki um leiðina milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar.

 

Samgönguráðherra segist ekki leyna því að margir vestfirskir sveitarstjórnarmenn vilji nú fresta jarðgangagerð milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar og grafa í staðinn milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar. Þau göng myndu tengja saman Ísafjörð og Súðavík. Ráðherrann segist líka heyra í mörgum sveitarstjórnarmönnum sem hvetja stjórnvöld til að hvika ekki frá gildandi áætlun. Að líkindum ræður kjósendafjöldi því hver niðurstaðan verður.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30