Tenglar

24. apríl 2015 |

Þurfti að finna með sér hinn innri sölumann

Viðtalið í Fréttatímanum.
Viðtalið í Fréttatímanum.

„Mitt aðalstarf er nú bara að vera gamall,“ segir Guðjón Dalkvist Gunnarsson á Reykhólum (Dalli) meðal annars í spjalli í Fréttatímanum í dag. Tilefnið er lífræni gróðuráburðurinn Glæðir, sem hann hefur framleitt í mörg ár. Dalli er í fullu fjöri, enda aðeins 71 árs, og þó að hann hafi þurft að hætta störfum í Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum vegna rykofnæmis fann hann leið til að vinna með þangið á annan hátt. „Ég sæki þangið sjálfur í fjöruna og það verður aldrei þurrt hjá mér þannig að það er engu þörungaryki fyrir að fara,“ segir hann.

 

Upphaflega ætlaði félagi Dalla að vera með honum í framleiðslunni, eða réttara sagt, þá ætlaði Dalli að sjá um framleiðsluna en félaginn um sölumennskuna, en þegar ljóst var að Dalli stæði einn í þessu öllu saman þurfti hann að finna með sér hinn innri sölumann. „Ég er frekar feiminn og hlédrægur að upplagi og hef því að miklu leyti leyft þessu að selja sig sjálft,“ segir hann einnig.

 

Hér má lesa viðtalið í heild

 

Athugasemdir

Eyvindur, fstudagur 24 aprl kl: 19:03

Flottur kallinn

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31