Tenglar

15. október 2014 | vefstjori@reykholar.is

Þurfum að koma honum strax í drift

Nýi Baldur á siglingu. Ljósm. mbl.is / Guðmundur Árnason.
Nýi Baldur á siglingu. Ljósm. mbl.is / Guðmundur Árnason.

„Nýi Baldur er mættur,“ sagði Páll Kr. Pálsson, stjórnarformaður Sæferða í Stykkishólmi, í samtali við mbl.is í gær. „Hann fer í slippinn hérna í Reykjavík á morgun eða hinn.“ Breiðafjarðarferjan Baldur annast siglingar yfir Breiðafjörð með viðkomu í Flatey og hefur stærra skip verið keypt í stað þess Baldurs sem þjónað hefur í mörg ár. Sá nýi er töluvert lengri og breiðari en sá gamli en siglir á sama hraða. Hann kemur frá Lófóten í Noregi þar sem hann var notaður í ferjusiglingar.

 

„Hann fer síðan vestur um leið og það er búið að græja hann í slippnum og byrjað strax að sigla. Við tökum hann þannig séð ekkert í gegn fyrr en einhvern tímann í mars,“ segir Páll. „Við þurfum einfaldlega að koma honum strax í drift. Það fer náttúrlega eftir því hvað þeir þurfa langan tíma þarna í slippnum en við erum að vonast til þess að hann verði kominn af stað í næstu viku.“

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Mars 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31