Tenglar

4. september 2008 |

Tíðinda að vænta frá Strákatanga

Mynd: strandir.is / Sigurður Atlason.
Mynd: strandir.is / Sigurður Atlason.

„Opinn dagur" verður á Strákatanga í Hveravík við Steingrímsfjörð á Ströndum milli kl. 13 og 16 á laugardag. Þar gefst gestum tækifæri að fræðast um fornleifarannsóknina sem hefur staðið þar yfir undanfarin ár, en í ljós koma stöðugt fleiri minjar sem tengjast erlendum hvalveiðimönnum við Steingrímsfjörð á 17. öld. Á fréttavefnum strandir.is segir, að á laugardaginn verði greint frá merkilegum fundi í grennd við meginrústirnar, sem geri rannsóknirnar enn meira spennandi og tengi Strákatanga jafnvel enn aftar í tíma.

 

Að sögn Ragnars Edvardssonar fornleifafræðings er rannsóknin á Strákatanga afar mikilvæg í alþjóðlegu samhengi fornleifarannsókna og einstök í íslensku samhengi. Þar er að finna miklar minjar um starfsemi sem áður var ekki kunnugt um að hefði átt sér stað hér á landi. Það eru Strandagaldur ses. og Náttúrustofa Vestfjarða sem standa sameiginlega að fornleifarannsóknunum á Strákatanga.

 

Nánar hér á fréttavefnum strandir.is.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31