Tenglar

18. apríl 2016 |

Tifar tímans hjól ...

Breiðfirðingakórinn 2015.
Breiðfirðingakórinn 2015.

Breiðfirðingakórinn leggur nú lokahönd á undirbúning vortónleikanna sem verða í Guðríðarkirkju í Grafarholti fimmtudaginn 28. apríl eða eftir tíu daga. Eins og fyrr er það Julian M. Hewlett sem stjórnar en píanólekari verður Renata Iván. Dagskráin er fjölbreytt og skemmtileg blanda af hefðbundnum kóralögum auk bæði meira krefjandi laga og síðan yngri dægurlaga.

 

Starfið hefur gengið vel í vetur og til marks um það voru jólatónleikar kórsins mjög vel sóttir. Framundan auk vortónleikanna er söngur á Degi aldraðra í Breiðfirðingabúð sunnudaginn 8. maí og síðan mun kórinn leggja land undir fót og heimsækja Stykkishólm auk fleiri staða á Snæfellsnesi. Í þeirri ferð er áætlað að syngja á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi, í kirkjunni í Stykkishólmi og síðan hugsanlega við hátíðarhöld 1. maí í Ólafsvík.

 

Þetta mun vera 19. starfsár Breiðfirðingakórsins eftir að hann var endurvakinn og af því tilefni ætlar hann að gera næsta ár eftirminnilegt. Þegar er hafinn undirbúningur fyrir það sem gert verður á afmælisárinu, bæði fyrir gesti og síðan það sem félagarnir ætla að gera sjálfum sér til gamans.

 

En hvað sem því líður, næsta verkefni eru vortónleikarnir sem hefjast kl. 20 þann 28. apríl. Kórfélagar vona að fólk fjölmenni.

 

Kirkjan ómar öll - og miðborgin líka

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29