Tenglar

10. október 2018 | Sveinn Ragnarsson

Til athugunar fyrir íbúa Reykhólahrepps

Auglýsing

Íbúar Reykhólahrepps eru beðnir um að senda úr tölvum sínum á veffang Alþingis sem er www.althingi.is  áskorun til formanns samgöngunefndar Alþingis um vegamál.

 

Áskorunin hljóði svona:

„Við íbúar í Reykhólahreppi og sumarhúsaeigendur skorum á Alþingi og ríkisstjórn að semja strax lög sem heimili Vegagerðinni að bjóða út og hefja framkvæmdir eftir Þ.H. leið á Þjóðveg 60 – frá Kinnarstöðum að Kraká.“


Tölvupósturinn sendist úr tölvum ykkar, auðkenni Þ.H. leið og undir séu allar kennitölur íbúa á heimilinu sem eru fylgjandi áskoruninni, börn séu líka með því þeirra er framtíðin. Nöfn eiga ekki að þurfa með, eingöngu „kennitölur“.

Oddviti fullyrti nýlega að meirihluti íbúa Reykhóla vildi fara leið R. Þessi könnun myndi leiða í ljós hið sanna. R leiðin á eftir að fara í umhverfismat; og einnig á þá eftir að breyta aðalskipulagi sem samið var þann 8. mars sl. á fundi þáverandi sveitarstjórnar.

 

Velunnarar Þ.H. leiðar

  

Athugasemdir

Karl Kristjánsson, fimmtudagur 11 oktber kl: 09:29

Hverjir eru „velunnarar Þ-H leiðar“ viljið þið ekki koma fram undir nafni? Getum við ekki sameinast um að lyfta umræðunni á örlítið hærra plan. Ekkert er að því að efnt sé til undirskrifta og skorað á stjórnvöld en í þessum stutta texta eru þrjár fullyrðingar og allar rangar. Það er ekki rétt að oddviti hafi fullyrt að meirihluti íbúa Reykhóla vildi fara R leið. Það er röng fullyrðing að R- leiðin eigi eftir að fara í umhverfismat, verði ákveðið að fara þá leið er hún tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar og hún metur hvort þörf sé á nýju umhverfismati, eftir viðræður við Skipulagsstofnun eru eru taldar minni líkur en meiri á að R-leiðin þurfi í nýtt umhverfismat. Aðalskipulagsbreyting er ekki samin á einum fundi sveitarstjórnar. Breyting á aðalskipulagi Reykhólahrepps er í ferli, á fundinum 8. mars s.l ákvað þáverandi sveitarstjórn að fara Þ-H leið, þeirri ákvörðun var slegið á frest meðan óháð verkfræðistofa (Multiconsult) fór yfir þá kosti um leiðir sem Vegagerðin lagði til grundvallar þeirri ákvörðun. Nú er beðið skýrslu Vegagerðarinnar um R-leiðina og hún væntanleg á næstu dögum. Það er ábyrgðarhluti að skora á Alþingi að svipta heimamenn skipulagsvaldinu og ég vil biðja alla að hugsa sig vel um áður en það er gert, í það minnsta að byggja sína áskorun á réttum upplýsingum.

Johannes Haraldsson, fimmtudagur 11 oktber kl: 10:48

Það hryggir mig óskaplega að sjá hvernig þetta endalausa endemis mál er að valda flokkadráttum og jafnvel illindum í sveitinni minni. Í litlu sveitarfélagi bætir slíkt seint lífið. Þið verðið að far að átta ykkur á að þetta snýst ekkert um leiðarval. Þetta snýst um innbyggðann galla í regluverkinu sem samfélagið hefur sett sér, galla sem veldur því að hver einasti einstklingur, öll félagasamtök, bara allir, geta stoppað framkvæmdir af. Þið getið rifist um leiðir endalaust, R eða Þ-H eða jarðgöng. Allar kalla þær á hellings jarðrask og skemmdir á fallegu landi. Allar kalla þær á að einhver/ einhverjir taki á sig leiðindin, skemmdar mýrar eða móa, fallegar tjarnir eða sjávarfitjar sem ekki verða svipur hjá sjón eftirá, umferðarniðinn, sífelda háuljósaumferð, o.s.fr. En engin þessara leiða er á leiðinni. Ekki eftir að aðferðin til að koma í veg fyrir mannvirkjagerða fannst. Haldið þið Velunnarar Þ-H leiðar að það sé bara enn hægt að fá FLokkinn til að setja lög á það sem hentar ekki hverju sinni? Fyrirgefiði, þetta virkar ekki svona. Slík lagasetning verður að sjálfsögðu bara kærð og í framhaldinu dæmd ólögleg. Karl Kristjánsson!!! Mér þykir það ansi djarft að taka mark á áliti Skipulagsstofnunar nú á þessum dögum. Stofnunin sú er með lallana upp úr hálsmlinu á bakinu vegna nýfallins úrskurðar UUA um laxeldi í sjó á Vestfjörðum. Ef Skipulagsstofnun lætur sér detta í hug að gefa það út að framkvæmd sem þessi (R leið) þurfi ekki í mat á umhverfisáhrifum, þá verður það að sjálfsögðu bara kært. Þ-H leiðin var á sínum tíma stoppuð af á þeim forsendum að ráðherra mátti ekki nota öryggi vegfarenda sem rök, sjókvíaeldi á Vestfjörðum er nú stopp vegna þess að það gleymdist að skoða eitthvað annað, og Hvalárvirkjunar andstæðingar gefa það út að það sé ekkert að marka þó virkjunarhugmyndin sé í nýtingarflokki og hafi verið alla tíð. Á meðan nágrannar mínir hér á höfuðborgarsvæðinu ganga með þá hugmyndafræði að landsbyggðin sé leikvöllur þeirra og eigi að vera óröskuð þessa daga sem þeir vilja heimsækja hana, þá verður ómögulegt fyrir íbúa dreifbýlisins að byggja upp innviði síns samfélags. Allavega meðan regluverkið leyfir það. En ég ætla bara að halda áfram að berjast fyrir lagfæringum á gamla troðningnum um Gufudalssvei. Hann munum við nota næstu 10- 15 árin í það minnsta. Ég er einmitt í þessum töluðu orðum a vinna í skrifum um það og ferjuna Baldur, sem ég mun setja inn á FB hópinn Umræðan um Byggðaþróun. Fariði vel með ykkur. Góðar stundir

Kristjana O Kristjánsdóttir, fimmtudagur 11 oktber kl: 22:11

Karl Kristjánsson værir þú til í það að fá vesturlandsveginn
niður á tún hjá þér svo hægt sé að gera vegabót fyrir ofan hjá
þér, ?

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31