2. júlí 2020 | Sveinn Ragnarsson
Til landeigenda og ábúenda jarða í Reykhólahreppi
Eins og sést á frétt hér á vef Reykhólahrepps frá 29. júní s.l. er hafin endurskoðun á Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018.
Í tengslum við endurskoðunina, er skrifstofa sveitarfélagsins að taka saman lista yfir nöfn landeigenda og ábúenda jarða ásamt heimilisföngum og netföngum aðila.
Upplýsingarnar verða notaðar í því skyni að að senda út kannanir og fleira tengt vinnu við endurskoðun aðalskipulagsins.
Þeir landeigendur eða ábúendur jarða í sveitarfélaginu sem hafa áhuga á að taka þátt, sendi umbeðnar upplýsingar á netfangið skrifstofa@reykholar.is.