16. mars 2023 | Sveinn Ragnarsson
Tilboð opnuð í Hellisbraut
Í gær, 15. mars voru opnuð tilboð í verkið Reykhólahreppur – Hellisbraut.
2 tilboð bárust, annars vegar frá Fagurverki ehf. Reykjavík að upphæð kr. 69.878.000.- og hitt var frá Verklokum ehf. á Reykhólum, að upphæð kr. 30.195.000.-
Kostnaðaráætlun verksins er kr. 26.507.500.-
Tilboðin verða yfirfarin af verkfræðistofunni Eflu og ákvörðun um framhaldið tekin að því loknu.