Tenglar

26. febrúar 2009 |

Tilboð opnuð í Vestfjarðrveg í Kjálkafirði og Vatnsfirði

Fjölmennt var við opnun tilboða
Fjölmennt var við opnun tilboða

19 tilboð í Vestfjarðaveg, Heflun ehf með lægsta boð.

Tilboð í Vestfjarðaveg (60), Þverá - Þingmannaá voru opnuð í dag í húsakynnum Vegagerðarinnar í Reykjavík og á Ísafirði. Alls bárust 19 tilboð og átti Heflun ehf, Lyngholti lægsta boð sem hljóðaði uppá rúmar 341 milljón króna.

Áætlaður verktakakostnaður var rúmar 580 milljónir króna og því er lægsta boð tæp 60 prósent þess áætlaða kostnaðar. Ingileifur Jónsson ehf átti næst lægsta boð tæpar 385 milljónir króna.

Verkið nær frá Þverá í Kjálkafirði að slitlagsenda við Þingmannaá í Vatnsfirði og má lesa allt um það og sjá öll tilboðin á vef Vegagerðarinnar.
Fréttin er af vef Vegagerðarinnar.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31