Tenglar

21. desember 2014 |

Tilfærslur á þjónustu um jól og áramót

Eins og endranær verða tilfærslur og breytingar á þjónustu af ýmsu tagi um jólin og áramótin. Hér fyrir neðan er samantekt um það sem tilkynnt hefur verið um og birt hér á vefnum að undanförnu. Bætt verður við þessar upplýsingar og þær uppfærðar jafnharðan þegar umsjónarmanni vefjarins kann að verða tilkynnt um slíkt. Ef til þess kemur, þá sendið póst í netfangið vefstjori@reykholar.is eða hringið í síma 892 2240 (Hlynur Þór Magnússon).

 

Þessi frétt færist niður eftir því sem nýjar bætast við. Þess vegna hefur verið settur gulgrænn kassi hér hægra megin með tengli á þessar upplýsingar eins og þær liggja fyrir hverju sinni (sjá meðf. mynd, rauða örin bendir á kassann).

 

 

Grettislaug

 

Grettislaug á Reykhólum verður lokuð á Þorláksmessu, jóladag, annan í jólum, gamlársdag og nýársdag. Laugardaginn 27. desember verður hún opin kl. 14-18 og mánudaginn 29. desember kl. 17-21. Frá og með 2. janúar verður breyttur tími: Opið alla virka daga (nema þriðjudaga) kl. 16-20 og laugardaga kl. 14-17. Lokað á þriðjudögum og sunnudögum.

 

 

Heilsugæslan

 

Heilsugæslustöðin á Reykhólum verður lokuð mánudaginn 29. desember, samkvæmt tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE), Búðardal og Reykhólum.

 

 

Héraðsbókasafnið

 

Héraðsbókasafn Reykhólahrepps í Reykhólaskóla er lokað yfir jólin og áramótin. Ef einhvern vantar bók að lesa er samt velkomið að hafa samband við Hörpu Eiríksdóttur bókavörð í síma 894 1011. Opnað verður á ný föstudaginn 2. janúar. Eftir áramótin verður safnið opið á miðvikudögum kl. 13-15 og föstudögum kl. 9-11.

 

 

Hólakaup

 

Verslunin Hólakaup á Reykhólum verður opin á aðfangadag til kl. 13. Lokað á jóladag og annan í jólum. Laugardaginn þriðja í jólum (27. desember) verður opið til kl. 17 eins og venjulega. Á gamlársdag verður opið til kl. 17. Lokað er á sunnudögum. Verslunin er að hætta starfsemi og verður henni lokað um áramótin.

 

 

Landsbankinn

 

Afgreiðsla Landsbankans á Reykhólum er að jafnaði opin á miðvikudögum. Núna ber bæði aðfangadag og gamlársdag upp á miðvikudaga. Afgreiðsla bankans verður ekki opin þá daga en í staðinn verður hún opin mánudaginn 22. desember (daginn fyrir Þorláksmessu) og mánudaginn 29. desember. Þá daga sem afgreiðslan er á Reykhólum er hún í Barmahlíð kl. 11.30-12 og síðan í húsnæði Reykhólahrepps við Maríutröð kl. 13-16.

 

 

Skrifstofa Reykhólahrepps

 

Vegna vinnu við launaútreikninga verður skrifstofa Reykhólahrepps lokuð milli jóla og nýárs og líka föstudaginn 2. janúar. Skrifstofan verður opin á venjulegum tíma (kl. 10-14) á Þorláksmessu en síðan ekki fyrr en mánudaginn 5. janúar.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29