Tilfinnanlegur húsnæðisskortur á Reykhólum
Lengi hefur verið skortur á íbúðarhúsnæði á Reykhólum og verður stöðugt erfiðari viðfangs. Núna á rétt rúmum mánuði hafa borist fimm umsóknir um leiguhúsnæði í eigu Reykhólahrepps og farið á biðlista. Fyrir utan íbúðir ætlaðar starfsfólki Barmahlíðar og hreppsins sjálfs á sveitarfélagið fimm íbúðir til almennrar útleigu.
Stærstu vinnustaðirnir á Reykhólum eru Þörungaverksmiðjan, Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð og skólarnir (Reykhólaskóli og Leikskólinn Hólabær).
Ekkert íbúðarhúsnæði er nú í smíðum á Reykhólum og hefur ekki verið frá því að lokið var við byggingu parhúss við Hólatröð árið 2009.
Arnþór Sigurðsson, fstudagur 16 mars kl: 15:22
Þá spyr maður af forvitni eru lausar lóðir á Reykhólum?