Tenglar

16. mars 2012 |

Tilfinnanlegur húsnæðisskortur á Reykhólum

Séð yfir hluta Reykhólaþorps /  ÁG.
Séð yfir hluta Reykhólaþorps / ÁG.

Lengi hefur verið skortur á íbúðarhúsnæði á Reykhólum og verður stöðugt erfiðari viðfangs. Núna á rétt rúmum mánuði hafa borist fimm umsóknir um leiguhúsnæði í eigu Reykhólahrepps og farið á biðlista. Fyrir utan íbúðir ætlaðar starfsfólki Barmahlíðar og hreppsins sjálfs á sveitarfélagið fimm íbúðir til almennrar útleigu.

 

Stærstu vinnustaðirnir á Reykhólum eru Þörungaverksmiðjan, Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð og skólarnir (Reykhólaskóli og Leikskólinn Hólabær).

 

Ekkert íbúðarhúsnæði er nú í smíðum á Reykhólum og hefur ekki verið frá því að lokið var við byggingu parhúss við Hólatröð árið 2009.

 

Athugasemdir

Arnþór Sigurðsson, fstudagur 16 mars kl: 15:22

Þá spyr maður af forvitni eru lausar lóðir á Reykhólum?

Sveitarstjóri, fstudagur 16 mars kl: 16:55

Nokkrar lóðir eru skipulagðar í Reykhólahreppi, undir íbúðahúsnæði.

Eyvindur Magnússon, laugardagur 17 mars kl: 09:10

Afhending á seinni hluta Hólatraðar fór fram í maí 2010, ekki er svosem en lokið við það

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31