24. janúar 2023 | Sveinn Ragnarsson
Tilkynning frá Heilsugæslunni
Covid-19 örvunarskammtur - næst verður bólusett föstudaginn 27. janúar
Fólk 60 ára og eldra og fólk með undirliggjandi sjúkdóma er hvatt til að þiggja örvunarskammt af bóluefni við Covid-19 ef fjórir mánuðir eða meira eru liðnir frá síðustu bólusetningu. Upplýsingar um fyrri bólusetningar má sjá á heilsuvera.is
Bóka þarf tíma í bólusetningu í síma 432 1450
Skimun fyrir leghálskrabbameini 9. febrúar
Konur sem hafa fengið boðsbréf eru hvattar til að panta tíma í skimun fyrir leghálskrabbameini. Skimunarsögu og dagsetningu á boði má finna á heilsuvera.is
Tímapantanir eru í síma 432 1450