Tenglar

24. maí 2013 | vefstjori@reykholar.is

Tilkynning frá Reykhólahreppi um húsaleigubætur

Nú er komið að endurnýjun húsaleigubóta skv. 10. gr. laga nr. 138/1994 um húsaleigubætur. Venjulega er miðað við áramót en ákveðið var að bótaþegar í Reykhólahreppi þyrftu ekki að sækja um húsaleigubæturnar aftur fyrr en núna í maí þar sem upplýsingar um tekjur væru þær sömu og þegar umsókninni var skilað. Við viljum því benda bótaþegum á að senda á skrifstofu Reykhólahrepps afrit af skattframtali 2013 vegna tekna árið 2012. Hafi afritið ekki borist fyrir 30. maí verður greiðslu húsaleigubóta hætt.

 

Athugið að hægt er að nálgast afritið á þjónustusíðunni www.skattur.is og senda með tölvupósti á netfangið reykholar@reykholar.is. Ef óskað er frekari upplýsinga, hafið þá endilega samband skrifstofu Reykhólahrepps.

 

Námsmenn í námsmannaíbúðum eða með tímabundinn húsaleigusamning yfir veturinn þurfa ekki að endurnýja umsóknir sínar núna. Í þeim tilfellum er nóg að endurnýja að hausti og framvísa vottorði um námsvist og nýjum húsaleigusamningi.

 

Einnig er vakin athygli á að bótaþegi skal tilkynna þegar í stað um hverjar þær breytingar á högum sínum og heimilisaðstæðum og öðrum þeim atriðum sem áhrif geta haft á rétt hans til húsaleigubóta og bótafjárhæð. Ef sveitarfélaginu hafi ekki verið tilkynnt um slíkar breytingar er heimilt að krefjast endurgreiðslu með 15% álagi, hafi of háar bætur verið greiddar út eða fyrir of langt tímabil.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31