15. október 2021 | Sveinn Ragnarsson
Tilkynning frá Sýslumanninum á Vestfjörðum
Tilkynning
Aðalskrifstofa Sýslumannsins á Vestfjörðum hefur nú opnað tímabundið að Bjarkargötu 1 (2. hæð), Patreksfirði.
Afgreiðslutími verður eftirfarandi:
Mánudaga til fimmtudaga: Kl. 09:30 - 12:00 og 13:00 - 15:00
Föstudaga: Kl. 09:30 - 12:00
Athygli er vakin á að ekki verður unnt að sækja um vegabréf eða myndatöku í dvalarleyfiskort á Patreksfirði þann tíma sem skrifstofan verður staðsett að Bjarkargötu 1, en alla aðra venjulega þjónustu verður hægt að sækja til skrifstofunnar.
Hægt er að sækja um vegabréf á skrifstofum sýslumanns á Ísafirði og Hólmavík, og hjá sýslumönnum um land allt.
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum
sími 458-2400