5. júní 2020 | Sveinn Ragnarsson
Tilkynning varðandi kjörskrá
Núna á laugardag, 6. júní, gerir Þjóðskrá Íslands kjörskrárstofn vegna komandi forsetakosninga. Af því tilefni er minnt á, að tilkynningar um lögheimilisbreytingar þurfa að berast Þjóðskrá Íslands í síðasta lagi föstudaginn 5. júní, eigi þær breytingar að verða skráðar í þjóðskrá fyrir viðmiðunardag.
Stefnt er að því að prentútgáfa kjörskrárskrárstofnsins verði tilbúin til afhendingar 9. júní. Á sama tíma verður opnað fyrir uppflettingu á vefnum Hvar á ég að kjósa? þar sem hægt er að kanna hvort og hvar fólk er á kjörskrá.