Tenglar

28. apríl 2014 | vefstjori@reykholar.is

Tilkynning vegna húsaleigubóta hjá Reykhólahreppi

Vakin er athygli á því, að samkvæmt 10. gr. laga nr. 138/1994 um húsaleigubætur skal sækja um húsaleigubætur fyrir hvert almanaksár og gildir umsóknin til áramóta. Skrifstofa Reykhólahrepps ákvað að bótaþegar með ótímabundinn leigusamning þyrftu ekki að sækja um húsaleigubæturnar aftur um síðastliðin áramót, þar sem upplýsingar um launatekjur væru þær sömu og á fyrri umsóknum, og kalla þá frekar eftir afritum af nýjum skattframtölum þegar þeim hefur verið skilað.

 

Afrit af skattframtali 2014 vegna launatekna 2013 skal hafa borist skrifstofu sveitarfélagsins eigi síðar en 25. maí. Berist afritið ekki fyrir þann tíma verður greiðslu húsaleigubóta hætt og þarf þá að sækja um að nýju. Athugið að hægt er að nálgast afritið á www.skattur.is og senda með tölvupósti á netfangið sveitarstjori@reykholar.is.

 

Námsmenn í námsmannaíbúðum eða með tímabundinn samning yfir veturinn þurfa að endurnýja umsóknir sínar að hausti og framvísa vottorði um námsvist og nýjum húsaleigusamningi.

 

Einnig er vakin athygli á að bótaþegi skal tilkynna þegar í stað um hverjar þær breytingar á högum sínum og heimilisaðstæðum og öðrum þeim atriðum, sem áhrif geta haft á rétt hans til húsaleigubóta og bótafjárhæð. Ef sveitarfélaginu hafi ekki verið tilkynnt um slíkar breytingar er heimilt að krefjast endurgreiðslu með 15% álagi, hafi of háar bætur verið greiddar út eða fyrir of langt tímabil.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29