Tenglar

27. ágúst 2021 | Sveinn Ragnarsson

Tilkynningar frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Örvunarbólusetningar vegna covid-19 (þriðji skammtur), bólusetningar barna o.fl.

 

Á næstu vikum er gert ráð fyrir að einstaklingar sem tilheyra eftirtöldum hópum geti fengið bólusetningu með bóluefni frá Pfizer hjá HVE Búðardal og HVE Hólmavík:

 

  • Þau sem áður hafa fengið eina sprautu af Janssen bóluefni. Ath. að þau sem eru með mótefni eftir covid-19 sýkingu og hafa fengið Janssen örvunarskammt þurfa ekki að mæta í annan örvunarskammt.

 

  • 60 ára og eldri sem fengu seinni bólusetningu fyrir 6 mánuðum eða meira

 

  • Börn á aldrinum 12-15 ára. Forráðamaður sem óskar eftir bólusetningu fyrir barn sitt þarf að fylgja barni í bólusetningu.

 

Um er að ræða árganga 2006, 2007, 2008 og börn sem fædd eru í janúar til september/október 2009 (börn sem orðin eru 12 ára).

 

  • Óbólusettir og þau sem eiga eftir að klára grunnbólusetningu eru einnig velkomin.

 

Gert er ráð fyrir að bólusett verði eftirfarandi daga á næstu vikum:

 

  • Búðardalur -  2. september  /  23. september  /  21. október
  • Hólmavík -  16. september  /  14. október

 

Bendum á að velkomið er að mæta á hvern þann stað innan HVE sem hentar þegar verið er að bólusetja en athugið að á minni stöðum getur þurft að panta bólusetningu með fyrirvara.

 

Allir sem óska eftir bólusetningu í Búðardal eða á Hólmavík þurfa að skrá sig í síðasta lagi fyrir hádegi daginn fyrir bólusetningu í síma 432 1450 Búðardalur / 432 1400 Hólmavík

 

 

Sýnatökur / einkenni COVID-19 

 

Minnum á mikilvægi þess að fara í sýnatöku verði einkenna Covid-19 vart. Helstu einkenni eru:

 

Hósti – hiti – hálssærindi – kvefeinkenni – andþyngsli – Bein- og vöðvaverkir – þreyta – kviðverkir, niðurgangur, uppköst – skyndilegt tap á lyktar- og bragðskyni – höfuðverkur

 

Ef þið finnið fyrir Covid-19 einkennum og hafið hug á að komast í sýnatöku endilega hafið þá samband við Heilsugæsluna sem fyrst að morgni eftir opnun kl. 09:00 – það einfaldar mjög allt skipulag varðandi sendingar sýna og flýtir fyrir að niðurstöður berist til viðkomandi.

 

Fastar ferðir eru með sýni frá Búðardal um kl. 11:00 á mánudögum og fimmtudögum en allt er reynt til að koma sýnum til rannsóknar samdægurs á öðrum dögum ef brýnt þykir að fá svör sem fyrst.

 

_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _

 

 

Skimun fyrir brjóstakrabbameini

 

Haustið 2021 verður skimað fyrir brjóstakrabbameini á þessum stöðum hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) –  með fyrirvara um breytingar:

 

  • Búðardalur  -  21. og 22. september
  • Hólmavík  -  23. september
  • Stykkishólmur  -  12. til 13. október
  • Ólafsvík / Grundarfjörður  -  18. og 20. október

 

Konur sem hafa fengið boðsbréf eru hvattar til að panta tíma í skimun fyrir brjóstakrabbameini. 

 

Tímapantanir eru í síma 513 6700 milli kl. 8:30 og 12:00 alla virka daga.  Einnig er hægt að senda tölvupóst á

 

krabbameinsskimun@heilsugaeslan.is

 

Núna er einkennalausum konum á aldrinum 40 - 69 ára boðin skimun fyrir brjóstakrabbameini á tveggja ára fresti og konum á aldrinum 70-74 ára á þriggja ára fresti.

 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31