10. mars 2023 | Sveinn Ragnarsson
Tillaga að Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2022-2034
Auglýsing
Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti þann 8. febrúar 2023 tillögu að Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2022-2034.
Tillagan var auglýst frá 8. júlí til 26. ágúst 2022.
Nokkrar breytingar og lagfæringar voru gerðar vegna athugasemda sem bárust,
sbr. fundargerð sveitarstjórnar þann 9. nóvember og 19. desember 2022 og 8. febrúar 2023.
Aðalskipulagstillagan hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar og verður birt á vef sveitarfélagsins þegar hún hefur tekið gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda.
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skrifstofu sveitarfélagsins.
Sveitarstjóri Reykhólahrepps