Tenglar

17. desember 2014 |

Tillögur nemenda varðandi umhverfismál samþykktar

Bréf nemendanna til sveitarstjórnar.
Bréf nemendanna til sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur ákveðið að keyptar verði ruslatunnur til þess að hengja upp víða um Reykhólaþorp. Þetta er í samræmi við tillögur í bréfi nemenda í 5. og 6. bekk Reykhólaskóla til sveitarstjórnar. Jafnframt hvetur sveitarstjórn íbúa og stjórnendur fyrirtækja til að huga að þeim atriðum sem þar koma fram (sjá meðfylgjandi mynd).

 

Þetta mál rekur upphaf sitt til umhverfisviku sem haldin var í Reykhólaskóla í haust. Meðal verkefna 5. og 6. bekkjar var að velta upp þeirri spurningu hvernig hægt væri að bæta umhverfið og koma niðurstöður ungmennanna fram í bréfinu.

 

Sveitarstjórn þakkaði bréfriturum fyrir erindið og áhuga þeirra á bættu umhverfi og staðfesti að það yrði tekið til greina. Jafnframt var því vísað til kynningar í umhverfis- og náttúruverndarnefnd, sem samþykkti það fyrir sitt leyti. Formleg ákvörðun um þetta var síðan tekin á fundi sveitarstjórnar í fyrradag.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31