1. febrúar 2021 | Sveinn Ragnarsson
Tillögur um framtíð Breiðafjarðar
Breiðafjarðarnefnd hefur sent umhverfis- og auðlindaráðherra erindi með tillögum sínum um framtíð verndar, nýtingar og stjórnunar verndarsvæðis Breiðafjarðar. Markmið nefndarinnar með tillögunum er að varðveita náttúru og menningu svæðisins samhliða því að styrkja enn frekar samfélögin umhverfis fjörðinn, þar á meðal atvinnulíf.
Hér má sjá samantekt og niðurstöður Breiðafjarðarnefndar ásamt innsendum athugasemdum, eftir upplýsingaöflun og samráð um framtíð Breiðafjarðar.