20. júní 2013 | vefstjori@reykholar.is
Tilmæli um að hraðatakmörk séu virt
Sveitarstjórnarfólk í Reykhólahreppi hefur áhyggjur af hraðakstri á götum Reykhólaþorps og vill koma þeim áhyggjum á framfæri hér. Einkum er þar um að ræða íbúðargötuna Hellisbraut og aðalgötuna Maríutröð sem og Karlseyjarveg sem tekur við af Maríutröð í jaðri þorpsins og liggur niður að höfn. Í þorpinu sjálfu er hámarkshraði 35 km en á Karlseyjarvegi 50 km eins og skilti gefa til kynna.
Ökumenn bifreiða og annarra ökutækja eru eindregið beðnir að virða hraðatakmörkin. Fátítt er að ferðafólk í heimsókn á Reykhólum stundi þar hraðakstur.