26. júlí 2012 |
Tilmæli vegna grillveislunnar í Kvennó
Fremur lítið verður til reiðu af borðum og stólum þegar grillvagn Landssamtaka sauðfjárbænda kemur og býður í létta máltíð (heilsteiktir lambaskrokkar og fleira) í Hvanngarðabrekku (Kvennó) á Reykhólum kl. 18 annað kvöld, föstudag. Fólk er þess vegna hvatt til að hafa með sér stóla og jafnvel borð líka nema frekar sé kosið að sitja bara í grasinu. Líka er gott að hafa með sér hnífapör.
Veislan er í boði Landssamtaka sauðfjárbænda og Sauðfjárræktarfélags Reykhólahrepps. Hlaupið verður í skarðið og farið í fleiri leiki að hætti þeirra Fanneyjar og Elínborgar.
► Facebooksíða Reykhóladaganna