27. apríl 2012 |
Tilmæli vegna varptímans
Minnt skal á fyrri tilmæli sveitarstjórnar Reykhólahrepps á þessum árstíma, auk þess sem áhugamenn um fuglalíf hafa beðið vefinn að koma þeim eindregnu tilmælum á framfæri, að tekið sé fyllsta tillit til fugla á varptímanum. Ekki síst er fólk beðið að vera alls ekki með lausa hunda í varplandi og gæta þess að kettir séu ekki lausir á flandri. Reyndar er allur Reykhólahreppur eitt allsherjar varpland. Hvort sem litið er til lands eða eyja er héraðið eitthvert fjölbreyttasta búsvæði fugla hérlendis og fuglalífið ein af helstu dásemdum þess.