Tilraunavirkjanir sjávarfalla í Gilsfirði og Mjóafirði?
„Áhugavert er að kanna hvort ekki fengist meiri hagkvæmni út úr sjávarfallavirkjunum sunnan og norðan Vestfjarðakjálkans til að jafna út sveiflur í framleiðslu. Bæði Þorgeir Pálsson og Óskar Steingrímsson, sveitarstjóri Reykhólahrepps, hafa staðfest áhuga sinn á að ræða slíkt samstarf. Kannaðir verða möguleikar á styrkjum frá norrænum og evrópskum sjóðum til að fjármagna þessar kannanir, svo og byggingu og rekstur tilraunavirkjunar", segir í greininni.
„Þó svo að líklegt sé að framleiðslukostnaður orku í sjávarfallavirkjunum í Mjóafirði og Gilsfirði verði ekki hagkvæmur m.a. vegna lítils munar á flóði og fjöru, þá geta þessar virkjanir lagt grunn að nýrri atvinnugrein hérlendis og útflutningi á þekkingu og búnaði á sviði nýtingar sjávarorku alveg eins og í jarðhitanum. Við þurfum að afla okkur reynslu á þessu sviði með slíkum tilraunavirkjunum alveg eins og með Kröfluvirkjun á sínum tíma, sem lagði grunn að þekkingu okkar á sviði jarðhita", segir Jón Hjaltalín ennfremur í greininni.
Smellið á myndirnar til að stækka þær (níu skýringarmyndir auk myndarinnar af greinarhöfundi).
Sjá grein Jóns Hjaltalín Magnússonar í heild undir Sjónarmið / Aðsent efni í valmyndinni vinstra megin á síðunni: Tilraunavirkjanir í Gilsfirði og Mjóafirði.
Sjá einnig:
bb.is Sjávarfallavirkjun í Mjóafirði var ekki talin hagkvæm
bb.is Möguleikar skoðaðir á sjávarfallavirkjunum á Vestfjörðum