28. september 2009 |
Tilraunavirkjanir sjávarfalla í Gilsfirði og Mjóafirði?
Jón Hjaltalín Magnússon verkfræðingur.
Þverun Gilsfjarðar. Ljósm. Árni Geirsson.
Kort Hafrannsóknastofnunar um hafstrauma við Ísland.
Áætlaður fjöldi verkefna á sviði sjávarfallavirkjana í heiminum.
Virkjanir og áætlað uppsett afl í MW í sjávarfallavirkjunum. Gert er ráð fyrir yfir 3.000 MW uppsettu afli árið 2020.
Þjóðir sem vinna að nýtingu sjávarorku og fjöldi verkefna þeirra árið 2007.
Fjöldi mismunandi verkefna um nýtingu sjávarorku árið 2007. Flest verkefnin eru á sviði virkjunar ölduhæðar og sjávarfalla.
Hugmynd að sjávarfallavirkjun í Ástralíu.
La Range þverunin í Frakklandi með sjávarfallavirkjun frá 1967 sem framleiðir um 240 MW.
Hugmyndir Breta frá 1989 um virkjun sjávarfalla við ósa Severn (17 TWh/ári).
Jón Hjaltalín Magnússon verkfræðingur er að undirbúa að skoða á ný möguleika á virkjun í þverun Gilsfjarðar með innlendum og erlendum samstarfsaðilum. Árið 1992 lét hann sænska fyrirtækið Vattenfall AB kanna tæknilega möguleika og hagkvæmni í virkjun sjávarfalla í þverun Gilsfjarðar í samstarfi við Stefán bróður sinn, sem þá var oddviti Reykhólahrepps. Á þeim tíma og miðað við aðra virkjunarkosti í fallvötnum og jarðhita reyndist þetta ekki hagkvæm virkjun. Jón kveðst nú hafa haft samband við Þorgeir Pálsson, framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, um samvinnu um samtímis könnun á virkjun sjávarfalla í þverun Mjóafjarðar, að því er fram kemur í grein sem hann sendi vefnum til birtingar.
„Áhugavert er að kanna hvort ekki fengist meiri hagkvæmni út úr sjávarfallavirkjunum sunnan og norðan Vestfjarðakjálkans til að jafna út sveiflur í framleiðslu. Bæði Þorgeir Pálsson og Óskar Steingrímsson, sveitarstjóri Reykhólahrepps, hafa staðfest áhuga sinn á að ræða slíkt samstarf. Kannaðir verða möguleikar á styrkjum frá norrænum og evrópskum sjóðum til að fjármagna þessar kannanir, svo og byggingu og rekstur tilraunavirkjunar", segir í greininni.
„Þó svo að líklegt sé að framleiðslukostnaður orku í sjávarfallavirkjunum í Mjóafirði og Gilsfirði verði ekki hagkvæmur m.a. vegna lítils munar á flóði og fjöru, þá geta þessar virkjanir lagt grunn að nýrri atvinnugrein hérlendis og útflutningi á þekkingu og búnaði á sviði nýtingar sjávarorku alveg eins og í jarðhitanum. Við þurfum að afla okkur reynslu á þessu sviði með slíkum tilraunavirkjunum alveg eins og með Kröfluvirkjun á sínum tíma, sem lagði grunn að þekkingu okkar á sviði jarðhita", segir Jón Hjaltalín ennfremur í greininni.
Smellið á myndirnar til að stækka þær (níu skýringarmyndir auk myndarinnar af greinarhöfundi).
Sjá grein Jóns Hjaltalín Magnússonar í heild undir Sjónarmið / Aðsent efni í valmyndinni vinstra megin á síðunni: Tilraunavirkjanir í Gilsfirði og Mjóafirði.
Sjá einnig:
bb.is Sjávarfallavirkjun í Mjóafirði var ekki talin hagkvæm
bb.is Möguleikar skoðaðir á sjávarfallavirkjunum á Vestfjörðum