Tenglar

28. september 2009 |

Tilraunavirkjanir sjávarfalla í Gilsfirði og Mjóafirði?

Jón Hjaltalín Magnússon verkfræðingur.
Jón Hjaltalín Magnússon verkfræðingur.
1 af 10
Jón Hjaltalín Magnússon verkfræðingur er að undirbúa að skoða á ný möguleika á virkjun í þverun Gilsfjarðar með innlendum og erlendum samstarfsaðilum. Árið 1992 lét hann sænska fyrirtækið Vattenfall AB kanna tæknilega möguleika og hagkvæmni í virkjun sjávarfalla í þverun Gilsfjarðar í samstarfi við Stefán bróður sinn, sem þá var oddviti Reykhólahrepps. Á þeim tíma og miðað við aðra virkjunarkosti í fallvötnum og jarðhita reyndist þetta ekki hagkvæm virkjun. Jón kveðst nú hafa haft samband við Þorgeir Pálsson, framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, um samvinnu um samtímis könnun á virkjun sjávarfalla í þverun Mjóafjarðar, að því er fram kemur í grein sem hann sendi vefnum til birtingar.

 

„Áhugavert er að kanna hvort ekki fengist meiri hagkvæmni út úr sjávarfallavirkjunum sunnan og norðan Vestfjarðakjálkans til að jafna út sveiflur í framleiðslu. Bæði Þorgeir Pálsson og Óskar Steingrímsson, sveitarstjóri Reykhólahrepps, hafa staðfest áhuga sinn á að ræða slíkt samstarf. Kannaðir verða möguleikar á styrkjum frá norrænum og evrópskum sjóðum til að fjármagna þessar kannanir, svo og byggingu og rekstur tilraunavirkjunar", segir í greininni.

 

„Þó svo að líklegt sé að framleiðslukostnaður orku í sjávarfallavirkjunum í Mjóafirði og Gilsfirði verði ekki hagkvæmur m.a. vegna lítils munar á flóði og fjöru, þá geta þessar virkjanir lagt grunn að nýrri atvinnugrein hérlendis og útflutningi á þekkingu og búnaði á sviði nýtingar sjávarorku alveg eins og í jarðhitanum. Við þurfum að afla okkur reynslu á þessu sviði með slíkum tilraunavirkjunum alveg eins og með Kröfluvirkjun á sínum tíma, sem lagði grunn að þekkingu okkar á sviði jarðhita", segir Jón Hjaltalín ennfremur í greininni.

 

Smellið á myndirnar til að stækka þær (níu skýringarmyndir auk myndarinnar af greinarhöfundi).

 

Sjá grein Jóns Hjaltalín Magnússonar í heild undir Sjónarmið / Aðsent efni í valmyndinni vinstra megin á síðunni: Tilraunavirkjanir í Gilsfirði og Mjóafirði.

 

Sjá einnig:

bb.is Sjávarfallavirkjun í Mjóafirði var ekki talin hagkvæm

bb.is Möguleikar skoðaðir á sjávarfallavirkjunum á Vestfjörðum

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31