Tenglar

3. ágúst 2011 |

Tímabært að litskreyta vegna Reykhóladaganna

Frá appelsínugula svæðinu á Reykhólum á Reykhóladögum 2010.
Frá appelsínugula svæðinu á Reykhólum á Reykhóladögum 2010.

Reykhóladagarnir 2011 hefjast annað kvöld, fimmtudagskvöld, með sýningu gamalla kvikmynda (heimildamynda) úr Breiðafjarðareyjum. Undirbúningur daganna af ýmsu tagi stendur ennþá sem hæst og vill umsjónarhópur þessarar viðamestu byggðarhátíðar í Reykhólahreppi hingað til minna fólk á að fara að huga að skreytingunum. Hægt er að kaupa borða og blöðrur í réttum litum á upplýsingamiðstöðinni. „Svo er bara að nota hugmyndaflugið“, segir Harpa Eiríksdóttir, einn af skipuleggjendum.

 

Litaskreytingar verða eins og í fyrra. Sveitabyggðin í Reykhólahreppi fær rauða litinn, á Reykhólum fær Reykjabraut öll og Hellisbraut austur að Grettiströð appelsínugulan lit og Hellisbraut frá Grettiströð upp að Hólakaupum fjólubláan.

 

Fólk er minnt á að skrá sig í síma 894 1011 í Flateyjarsiglinguna og á borðhaldið og kvöldskemmtunina. Takmarkaður sætafjöldi er í siglinguna og á kvöldskemmtunina. Frestur til að skrá sig á skemmtunina rennur út á hádegi á föstudag svo að hægt sé að tryggja í tíma að nægur matur verði fyrir alla. Á sama tíma er stórt ættarmót á efri hæð Reykhólaskóla svo það er eins gott að vera viss um að nóg sé af öllu fyrir alla á þessu laugardagskvöldi.

 

Fólk getur nálgast dagskrá Reykhóladaganna með því að smella hérna eða í reitnum Tilkynningar hér neðst til hægri, á upplýsingamiðstöðinni, í Hólakaupum og í Grettislaug, sem og á Facebook-síðu Reykhóladaganna.

 

Þeir sveitungar sem vilja bjóða heim í súpu á föstudag eða laugardag eru beðnir um að hafa samband við Hörpu í síma 894 1011 til að fá súpumál og skeiðar.

 

Sem allra flestir eru hvattir til að skella sér á kven- og karlskörungakeppnina og taka þátt í henni. Flott verðlaun í boði fyrir sigurvegarana.

 

Sjá einnig :

27.07.2011  Ýmsar ábendingar varðandi Reykhóladagana 2011

28.08.2010  Litskrúðugir Reykhóladagar

 

Athugasemdir

Harpa Eiríksdóttir, fimmtudagur 04 gst kl: 12:17

Nú eru orðin fá sæti eftir laus í Flateyjarsiglinguna og svo viljum við minna á bíóið sem er í kvöld á Báta- og hlunnindasýningunni. Húsið opnar kl 19.30 og er fólk beðið að mæta snemma svo við séum viss að næg sæti verði fyrir alla.

Gaman að sjá að skreytingar eru farnar að koma upp.

Þeir sem eru búnir að panta miða á Flateyjarsiglingu og kvöldskemmtunina geta komið og borgað upp á upplýsingamiðstöð (sama hús og Báta- og hlunnindasýningin) frá deginum í dag, einnig er hægt að ná í miða á bíóinu í kvöld og síðan á spurningakeppninni á morgun. Verðum líka með miðana á laugarsdagskvöldið á skemmtuninni.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31