Tenglar

2. júní 2014 | vefstjori@reykholar.is

Tímafrek talning við persónukjör

Áslaug, Steinunn og Guðjón.
Áslaug, Steinunn og Guðjón.

Myndina af kjörstjórn Reykhólahrepps sem hér fylgir tók á kjördag einn hinna fimm fráfarandi sveitarstjórnarmanna í hreppnum, Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli. Þar sem óbundnar kosningar eru, eins og voru í Reykhólahreppi líkt við margar undanfarnar kosningar, er langtum flóknara og tímafrekara að telja atkvæði heldur en þar sem listakosningar eru.

 

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Áslaug Berta Guttormsdóttir, formaður kjörstjórnar, Steinunn Ólafía Rasmus og Guðjón Dalkvist Gunnarsson. Þau virðast ekki bera neinn kvíðboga fyrir talningunni enda gekk hún eins og best varð á kosið.

 

Niðurstöður kosninganna

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31