Tenglar

14. september 2012 |

Tímamót í skólahaldi á Reykhólum

Anna Greta skólastjóri hefur tekið við íslenska fánanum úr hendi Ingibjargar Birnu sveitarstjóra.
Anna Greta skólastjóri hefur tekið við íslenska fánanum úr hendi Ingibjargar Birnu sveitarstjóra.
1 af 3

Í dag urðu tímamót á Reykhólum þegar skólar hreppsins voru sameinaðir með formlegum hætti, en í reynd urðu Reykhólaskóli og Leikskólinn Hólabær að einni stofnun þegar starfið byrjaði í haust. „Sameiningin hefur farið mjög vel af stað og var þetta því gleðidagur hjá okkur hér í Reykhólaskóla“, segir Anna Greta Ólafsdóttir skólastjóri.

 

Hreppsnefndarfólk og aðrir sveitungar voru við athöfnina ásamt foreldrum, nemendum og starfsfólki skólans. Að lokinni athöfn afhenti Ingibjörg B. Erlingsdóttir sveitarstjóri Önnu Gretu skólastjóra íslenska fánann og fánastöng að gjöf til skólans frá hreppnum. Síðan sungu allir saman undir stjórn Hrefnu Jónsdóttur.

 

„Það er óhætt að segja að þetta hafi verið ánægjulegur dagur hér í Reykhólaskóla og muni lifa í minningu nemenda um ókomin ár“, segir Anna Greta.

 

Meðfylgjandi myndir voru teknar við þetta tækifæri.

   

Athugasemdir

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, mnudagur 17 september kl: 11:41

Ég vil óska Reykhólaskóla og Leikskólanumtil hamingju með þennan áfanga að skólarnir hafa sameinast. Það var baráttumál mitt á þeim árum sem ég var sveitarstjóri og/eða oddviti í Reykhólahreppi 1997-2002. Þá leyfðu lög um grunnskóla og leikskóla það ekki, en ég átti mörg samtöl við yfirvöld skólamála í landinu sem viðurkenndu þörfina á þessu sérstaklega í fámennari sveitarfélögum. Tilraunaverkefni var sett á fót hjá okkur en varð að hætta þar sem leyfi fékkst ekki. Nú er þessi sameining orðin að veruleika og ég fagna því. Megi það verða öllu starfi skólanna til heilla og framfara.

Einar Örn Thorlacius fyrrv.sveitarstjóri Reykhólahrepps, fimmtudagur 20 september kl: 08:29

Tek heilshugar undir með Jónu Valgerði.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31