Tenglar

27. október 2016 | Umsjón

Tímamótafundur um frekari samvinnu

Andrea Kristín, Jóhannes Haukur, Jón Gísli, Sveinn, Ingibjörg Birna og Vilberg.
Andrea Kristín, Jóhannes Haukur, Jón Gísli, Sveinn, Ingibjörg Birna og Vilberg.

Sveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, hittust í gær á fundi í Hnyðju á Hólmavík. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin þrjú. Rætt var um eflingu brunamála, fræðslumála og félagsþjónustu og embættis byggingafulltrúa.

 

Fundurinn var mjög opinn og góður. Áfram verður unnið að frekari útfærslum og er ætlunin að hópurinn hittist aftur fyrir lok ársins að ræða þær. Síðan er ætlunin að kynna hugsanleg samvinnumál fyrir sveitarstjórnum sveitarfélaganna þriggja.

 

Af hálfu Dalabyggðar sátu fundinn Sveinn Pálsson sveitarstjóri og Jóhannes Haukur Hauksson oddviti, af hálfu Reykhólahrepps Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri og Vilberg Þráinsson oddviti, og af hálfu Strandabyggðar Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri og Jón Gísli Jónsson oddviti.

 

Myndina tók Andrea Kristín - selfie, eða sjálfa, eins og það kallast á íslensku.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31