5. ágúst 2016 |
Tíminn er afstæður í Flatey á Breiðafirði
Mikið verður um að vera í Flatey um helgina og fólk beðið að hafa góða sólarvörn tiltæka. Dagskráin hefst með bingói í kvöld, föstudag, en á morgun verða ratleikur, hátíðarmessa og messukaffi, leikir og andlitsmálun fyrir krakka á öllum aldri og loks ævintýralegt saltfisks- og síldarhlaðborð.
Nánar hér á vef Framfarafélags Flateyjar
Eins og sjá má er vakin athygli á að tímasetningar og dagskrá geta breyst lítillega: „Þetta er jú Flatey þar sem tíminn er afstæður og allir hressir.“