Tenglar

5. desember 2014 | vefstjori@reykholar.is

Tímir því einhver að éta svona listaverk?

Að mati dómenda í piparkökuhúsakeppni Reykhólaskóla var hús Ásdísar Birtu, Védísar Fríðu og Steinunnar Lilju það flottasta. Af myndunum sem hér fylgja má hins vegar sjá, að dómnefndinni hefur verið mikill vandi á höndum. Þetta var í fjórða skiptið sem keppnin er haldin og hefur hún alltaf verið í umsjón Ástu Sjafnar og Rebekku. Nemendur í 3.-10. bekk hanna húsin, mynda sjálf hópa og mega vera 2 til 4 í hóp. Skólinn útvegar piparkökudeig og glassúr en nemendur koma sjálfir með nammi til að skreyta húsin.

 

„Þetta árið ákváðum við að leyfa enga tilbúna aukahluti, svo sem playmó-karla eða legó-karla,“ segir Ásta Sjöfn. Allir keppendur fá viðurkenningu og verðlaun fyrir sitt hús.

 

Til að dæma húsin og velja það flottasta er skipuð þriggja manna dómnefnd, en í henni á sæti fólk sem á lítil tengsl við nemendur. Í dómnefndinni að þessu sinni voru Bergljót Bjarnadóttir smekkkona, Einar Sveinbjörnsson innanhússarkitekt og Ágústa Ýr Sveinsdóttir heimshornaflakkari.

 

Búið er að senda myndir af öllum húsunum í piparkökuhúsakeppni Húsaskjóls. Fólk er hvatt til að fara þar inn og velja sitt uppáhaldshús.

 

Hús þeirra Ásdísar Birtu, Védísar Fríðu og Steinunnar Lilju er hér á mynd nr. 5. Á mynd nr. 1 er Dvalarheimilið Barmahlíð á Reykhólum, að vísu nokkuð smækkað frá því sem er í raunveruleikanum. Smellið á myndirnar til að stækka (Barmahlíð fer þó ekki alveg í sömu stærð og fyrirmyndin í norðurjaðri Reykhólaþorps).

 

Sú spurning hlýtur að vakna hvort nokkur tími því eiginlega að éta listaverk af þessu tagi þó að gómsæt hljóti að vera ...

 

Allar piparkökuhúsamyndirnar eru líka komnar í Ljósmyndir, myndasöfn > Myndasyrpur í valmyndinni hér vinstra megin.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29