4. maí 2017 | Sveinn Ragnarsson
Tjaldsvæðið á Miðjanesi opið
Tjaldsvæðið á Miðjanesi er opið, þar er góð aðstaða og stórkostlegt útsýni. Hér eru helstu upplýsingar um staðinn.
Tjaldstæðið er á þremur pöllum og eru rafmagnstenglar við alla pallana og útiborð. Mikið skjól er á tjaldsvæðinu og útsýnið er víðáttumikið og sést vel út á Breiðafjörðinn.
Á tjaldsvæðinu er salernisaðstaða með þvottavél, sturtu og útivaski.
Aðeins 5 km. frá Reykhólum, en þar er sundlaug, verslun, þaraböð og hlunnindasýning.
Þorsteinn Sverrisson, fimmtudagur 04 ma kl: 13:49
Takk fyrir upplýsingarnar. En hvað kostar nóttin á tjaldsvæðinu? Ég finn ekki þær upplýsingar inná tjalda.is. Takk kærlega.