Tenglar

1. júní 2016 |

Tollasamningur sem ógnar byggð og atvinnuöryggi

Gróðurkort af Íslandi / lmi.is.
Gróðurkort af Íslandi / lmi.is.

Ef þessi tollasamningur gengur fram óbreyttur mun það valda mikilli byggðaröskun í landinu. Þetta mun ekki bara bitna á þeim bændum sem þarna eiga í hlut, heldur hefur þetta áhrif á svo margt annað sem fylgir þessari atvinnustarfsemi í hliðargreinum í landbúnaðargeiranum. Ég held að menn ættu að hugsa sig tvisvar um áður en þeir skera í raun og veru upp herör gagnvart byggð í landinu, sem verið er að gera með þessum tollasamningi. Það er verið að ógna byggð um landið með þessum samningi. Það er með ólíkindum að þetta eigi að fara sisona í gegn, án þess að afleiðingar af þessum samningi verði skoðaðar ofan í kjölinn.

 

Þetta segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður á Suðureyri, í grein sem hún sendi vefnum til birtingar undir fyrirsögninni hér að ofan. Þar segir hún einnig meðal annars:

  • Við Vinstri græn viljum verja íslenska landbúnaðarframleiðslu og teljum að með þeim tollasamningi sem hér liggur fyrir sé verið að ógna landbúnaðarframleiðslu í landinu, og ekki bara henni, heldur líka ótal atvinnugreinum sem starfa til hliðar við frumframleiðslu í landbúnaði.
  • Við eigum að standa vörð um okkar góðu framleiðslu og halda áfram að þróa hana á sjálfbæran hátt og efla lífræna framleiðslu og kornrækt hér á landi. Það eru líka umhverfisleg sjónarmið sem liggja að baki, því fylgir mikil mengun að flytja hingað landbúnaðarafurðir um langan veg, hvort sem um er að ræða kjöt, osta eða aðra þá vöru sem við getum framleitt hér heima.
  • Íslenskar landbúnaðarafurðir eru í fremstu röð hvað heilnæmi og gæði vörunnar varðar.

Grein Lilju Rafneyjar má lesa hér í heild og undir Sjónarmið í valmyndinni vinstra megin.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31