Tenglar

6. október 2009 |

Tölvunámskeið til gagns og skemmtunar

Námskeið fyrir þá sem nota tölvur á skapandi hátt í starfi eða til heimilisnota verður haldið á Hólmavík í vetur og hefst það núna á fimmtudagskvöldið. Athygli er vakin á því, að hægt er að halda námskeiðið á einni helgi annars staðar á svæðinu ef næg þátttaka fæst (8 manns). Á námskeiðinu verður farið í brot af því besta sem skrifstofupakkinn Office 2007 hefur að bjóða. Náminu á Hólmavík verður skipt í stuttar lotur annan fimmtudag í hverjum mánuði þar sem kenndur verður einn efnisþáttur hvert kvöld, svo sem að búa til glærur, búa til dagatöl, prenta á límmiða og umslög, setja upp jólakort, vinna með töflur og fleira sem forritin bjóða.

 

Mælt er með því að koma með fartölvur. Einnig bjóðast afnot af tölvum í skóla.

 

Kennslutími er þrjár kennslustundir í einu, 40 mínútur hver, alls 6 skipti. Kennt verður frá kl. 19.30 til kl. 21.30 annan fimmtudag í mánuði. Gjald fyrir hvern nemanda er kr. 18.900. Kennari er Kristín Sigurrós Einarsdóttir en námskeiðið er haldið á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða.

 

Þátttakendur eru minntir á að skoða rétt sinn hjá stéttarfélögum til endurgreiðslu námskeiðsgjalda.

 

Skráning: frmst.is - stina@holmavik.is - sími 867 3164.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30