9. apríl 2015 |
Tómstundakortin eru fjárstyrkur frá sveitarfélaginu
Börn og unglingar í Reykhólahreppi og forsvarsfólk þeirra eru minnt á íþrótta- og tómstundakortin sem sveitarfélagið hefur tekið í gagnið, en þau eru nýmæli. Þrátt fyrir heitið er ekki um að ræða kort sem fólk fær í hendur, heldur er haldið utan um þau á skrifstofu hreppsins. Í reynd er þetta styrkur til þátttöku í íþrótta-, lista- og tómstundastarfi barna og ungmenna í Reykhólahreppi.
Reglur og skilyrði varðandi kortin annars vegar og umsóknareyðublöð hins vegar er að finna í dálkinum Umsóknir og reglur hér allra neðst á síðunni (Tómstundakort, reglur og Umsókn um tómstundakort).