Tenglar

26. maí 2020 | Sveinn Ragnarsson

Tómstundastarf í sumar

1 af 2

 

Ungmennafélagið Afturelding og Tómstundastarf Reykhólahrepps mun aftur verða í samstarfi í sumar með leikjanámskeið og íþróttaæfingar í samfelldu starfi. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 2. júní og lýkur fimmtudaginn 2. júlí.

 

Námskeiðin eru fyrir börn fædd 2008 - 2014.

Skipt er í 2 hópa, í eldri hóp 2008 - 2010 og 2011 - 2014 í yngri hóp.

 

  • Leikjanámskeið verður á  þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum.
  • Íþróttaæfingar verða á þriðjudögum og fimmtudögum.
  • Fimleikaæfingar verða á miðvikudögum.

 

Hægt er að skrá börnin í áskrift að mat í mötuneyti ef áhugi er fyrir því, þó er gert ráð fyrir því innan tímaramma að börnin geti annað hvort hlaupið heim í mat eða komi með nesti með sér. Ef skrá á börn í áskrift á mat þarf að hafa samband við Jóhönnu fyrir föstudaginn 29. maí. Verð fyrir mötuneyti er það sama og er yfir vetrartímann í mötuneyti Reykhólahrepps.

 

Mæting er í íþróttahúsið þar sem við munum hafa aðstöðu.

 

 

 

 

Félagsmiðstöðvaropnun:

Vikulega mun félagsmiðstöðin hafa opnun í íþróttahúsi eða úti opnun fyrir unglinga, þessi opnun verður á þriðjudögum kl. 16:00-18:00.

 

Fimleikar fyrir leikskólabörn:

Á miðvikudögum fer fram samstarfsverkefni á milli leikskólans og tómstundastarfsins þar sem leikskólabörnum á rauðu og grænu deild er boðið upp á að koma á fimleikaæfingar. Starfsfólk leikskólans sér um að fylgja börnunum á æfingar og vera til taks fyrir þau ásamt starfsfólki tómstundastarfsins og fimleikaþjálfaranum.  Ef börn sem ekki eru í leikskólanum hafa áhuga á að koma á æfingarnar eru þau velkomin í fylgd með foreldrum.

 

Reiðnámskeið:

Reiðnámskeið fer fram dagana 23.-25. júní og 30. júní – 2. júlí. Samtals 6 skipti. Reiðkennari er Sjöfn Sæmundsdóttir. Þeim verður skipt í litla hópa eftir reynslu en ekki eftir aldri. Hópaskipting verður auglýst þegar nær dregur. Tekið er við skráningum á reiðnámskeið til mánudagsins 15. júní.

 

 

Verð:

Leikjanámskeið og fimleikar: 1500 kr. vikan. 5000 kr. fyrir allar vikurnar.

Íþróttaæfingar: 5000 kr.

Reiðnámskeið: 8000 kr.

 

 

Leikjanámskeið: Jóhanna og Sjöfn

Íþróttaæfingar: Dísa Ragnheiður

Fimleikar: Linnea

Reiðnámskeið: Sjöfn

 

Skráning hjá Jóhönnu email: johanna@reykholar.is fyrir 1. júní.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31