Tenglar

7. júní 2021 | Sveinn Ragnarsson

Tómstundastarf til mikillar fyrirmyndar

Jóhanna Ösp Einarsdóttir
Jóhanna Ösp Einarsdóttir
1 af 2

Tómstundastarfi með ungmennum í sveitarfélaginu hefur verið sinnt af miklum metnaði undanfarin missiri. Jóhanna Ösp Einarsdóttir tómstundafulltrúi hefur stýrt því og verið óþreytandi að vekja áhuga unglinganna á fjölbreytilegustu hlutum.

 

Hún hefur líka verið lánsöm með samstarfsfólk, sem hefur náð vel til krakkanna og jafnframt verið samstilltur hópur. Jóhanna eignar þessum hóp góðan árangur í tómstundastarfinu og birti þessa færslu á facebook:

 

Mannauður er eitthvað sem er ekki sjálfsagt mál, en mig langar að segja ykkur frá frábæra fólkinu mínu sem hefur komið að því að skipuleggja einstakt tómstundastarf fyrir börn í Reykhólahreppi.

 

Það er ekki sjálfsagt mál að svo mikið úrval íþrótta og tómstunda standi til boða eins og hefur verið í Reykhólahreppi undanfarinn vetur. Með samstilltu átaki ungmennafélagsins og tómstundastarfs sveitarfélagsins höfum við náð að bjóða upp á samfellt íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn á öllum aldri!!!

 

En það er einmitt þessu frábæra starfsfólki fyrir að þakka að við höfum náð að bjóða upp á:

-Hestamennsku

-Rugby

-Körfubolta

-Fótbolta

-Fimleika

-Dans

-Bootcamp

-Dungeons and Dragons

 

Ásamt hefðbundnu vel sóttu tómstundastarfi í félagsmiðstöðinni og leggjum við áherslu á að allir finni eitthvað við sitt hæfi.

Við höfum nokkurnvegin náð að halda dampi á öllum stöðvum þrátt fyrir covid og þar hafa starfsmenn verið einstaklega sveigjanlegir með því að hafa auka æfingar eftir lokanir eða félagsmiðstöðvar helgi.

 

Þetta er ekki sjálfsagt mál að starfsfólkið sé svona tilbúið að sveigja fram og til baka fyrir börnin í Reykhólahreppi. En það er einmitt málið að allt starfsfólkið er að setja hjarta sitt í starfið fyrir krakkana sem það stunda. Starfsfólk hefur meira að segja lagt sig fram við að tileinka sér ný áhugamál til að mæta börnum sem ekki voru að finna sig í tómstundastarfinu og það er alvöru metnaður!

 

Auðvitað er samstarf við ungmennafélagið forsendan fyrir því að svona vel gekk en það sem mig langar að gera með þessum pósti er að þakka starfsfólkinu fyrir sitt framlag! Ég er þakklát fyrir hönd barnanna minna, fyrir hönd annarra barna og ég er innilega þakklát því að fá svona öflugt fólk til að halda uppi svona frábæru starfi eins og raunin er hér um slóðir!

 

 Þarna má sjá mynd af síðustu fótboltaæfingu vetrarins þar sem voru 18 börn saman komin. Það er kannski ekki há tala en þegar það eru 36 börn í skólanum og æfingin er bara fyrir 10 ára og eldri þá er þetta orðið ansi hátt hlutfall og ég er ekki viss um að það finnist félagsmiðstöð sem er með hærra mætingahlutfalli en hér um slóðir.

 

Svo takk!

Sjöfn Sæmundsdóttir

Dóróthea Sigríður Unnsteinsdóttir

Styrmir Sæmundsson

Jamie Lee

Tristan Tessier

Þið eruð alveg meðetta!!!

 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31