Tenglar

22. ágúst 2019 | Sveinn Ragnarsson

Tónleikar á Báta og hlunnindasýningunni 26. ágúst

Órafmögnuð og þjóðlagakennd kvöldvaka með tónlist frá Bandaríkjunum og Austurríki.


Ian Fisher er söngvaskáld frá St. Genevieve, Missouri. Hann hefur samið meira en 1.500 lög og hefur Rolling Stone tímaritið sagt tónlist hans vera “sjónarhorn heimshornaferðalangsins á amerískt þjóðlagarokk.”

Fräulein Hona er hljómsveit skipuð fjórum austurrískum konum, sem leika á fjölmörg hljóðfæri og syngja allar af valinkunnri snilld og fegurð. Tónlist þeirra hefur verið lýst sem fíngerðri og einlægri með hljómfögrum röddunum.

Þessir listamenn leggja í sína fyrstu tónleikaferð um Ísland í ágúst, með kassagítara, fiðlu, melódíku og nokkur aukahljóðfæri sem gætu komið á óvart.

Bjór og hressing verður í boði á tónleikunum. Aðgangur er ókeypis, en áhorfendur eru hvattir til að taka með sér reiðufé til vonar og vara ef þeir yrðu gripnir óvæntri löngun til að styðja langt að komna farandtónlistarmenn í ferðakostnaði sínum.

Húsið opnað kl. 19.30; tónleikar hefjast kl. 20.

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31