Tenglar

28. júlí 2021 | Sveinn Ragnarsson

Tónleikar á Reykhóladögum

Í Reykhólakirkju
Í Reykhólakirkju
1 af 2

Tríóið Fáheyrt hélt tónleika í Reykhólakirkju um helgina. Það voru lokatónleikar í 13 tónleika röð á Vestfjörðum.

 

Fáheyrt kom fram í kirkjum og á fáheyrðum stöðum á Vestfjörðum og flutti þar frumsamin lög við ljóð vestfirskra skálda, svo sem Steins Steinarrs, Ólínu Þorvarðardóttur, Höllu skáldkonu Eyjólfsdóttur og Tómasar G. Geirdælings. Einnig voru flutt lög eftir Mugison og Sigvalda Kaldalóns.

Tríóið stefnir að því að gefa tónlistina út á plötu  með haustinu.

Ekki var rukkaður aðgangseyrir á tónleikunum. Verkefnið var styrkt af Tónlistarsjóði.

 
Í tríóinu eru ÞAU: Rakel Björk Björnsdóttir leik- og söngkona við Borgarleikhúsið, Garðar Borgþórsson gítar- og trommuleikari, og Ingimar Ingimarsson organisti.

Hægt er að hlusta á sýnishorn hér.

 

Athugasemdir

Gunnar Sveinsson, fimmtudagur 29 jl kl: 17:38

Þau komu í Flateyjarkirkju laugardaginn 10. júlí og troðfylltu kirkjuna. Aukastólar, fólk stóð í anddyri og nokkrir settust í sólina fyrir utan kirkjuna og hlustuðu. Frábærir tónleikar, mikið gaman og mikið fjör og aukalög tekin. Svona eiga tónleikar í Flateyjarkirkju að vera. Ævinlega velkomin aftur, við tökum vel á móti ykkur, góða tónlistarfólk.
Tónlistarkveðjur úr Flatey
Gunnar í Eyjólfshúsi

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31