Tónleikar í Flatey á morgun, laugardag
Tónleikar verða haldnir í Hótel Flatey kl. 15 á morgun, laugardag 18. júlí. Meðleikari, kynnir og umsjónarmaður efnisskrár er Atli Heimir Sveinsson tónskáld. Aðalsöngvari er Hrólfur Sæmundsson óperusöngvari. Meðal annarra flytjenda eru Pétur Heimisson og félagar úr Söngskólanum í Reykjavík, Tryggvi Gunnarsson og Hreinn Guðmundsson. Meðal sönglaga á efnisskrá eru lög eftir Sigvalda Kaldalóns, Atla Heimi Sveinsson, óperuaríur og fleiri falleg lög.
Þessir tónleikar eru þeir þriðju og síðustu í tónleikaröð Framfarafélags Flateyjar til styrktar kaupum á píanói til að hafa í Flatey á Breiðafirði. Fyrri tónleikar fóru fram í Norræna húsinu í Reykjavík 27. maí og í Stykkishólmskirkju 28. maí. Söfnunin hefur gengið vel og keypt hefur verið píanó sem notað verður á tónleikunum, og þannig eru þeir einnig vígslutónleikar píanósins. Allt listafólkið og skipuleggjendur söfnunarinnar hafa gefið vinnu sína. Aðgangseyrir er kr. 500.
Bestu þakkir fá eftirtaldir:
Tónlistarfólkið Atli Heimir Sveinsson, Hrólfur Sæmundsson, Emilía Rós Sigfúsdóttir, Sigurður Torfi Guðmundsson, Pétur Heimisson og félagar úr Söngskólanum í Reykjavík, Tryggvi Gunnarsson, Hreinn Guðmundsson og Lára Hrönn Pétursdóttir; afkomendur Sigvalda Kaldalóns; Sæferðir og Pétur Ágústsson; BB og synir og Sævar Ingi Benediktsson; Magnús Jónsson, Krákuvör; starfsfólk Hótels Flateyjar; Max Dager, forstjóri Norræna hússins og starfsfólk þess; starfsfólk Stykkishólmskirkju; Leifur Magnússon hljóðfærasmiður; Minjavernd; Plássið ehf. og allir tónleikagestir og aðrir sem lögðu hönd á plóg.