Tónleikaröð á Vestfjörðum
Eins og flestir vita fékk Ingimar Ingimarsson styrk frá Tónlistarsjóði til þess að framkvæma verkefni sitt, Fáheyrt. Hann fékk strax í upphafi með sér í lið dúettinn ÞAU.
Nú er komið að því að afrakstur verkefnisins verði fluttur um Vestfirði. ÞAU og Ingimar bjóða Reykhólabúum og gestum að mæta á opna æfingu í kvöld kl. 20:30.
Hér að neðan getur að líta á dagskrá Fáheyrts á Vestfjörðum sem byrjar í okkar sveit í Gufudal, Flatey og endar svo í Reykhólakirkju á Reykhóladögum.
Tónleikar Fáheyrt:
- lög við ljóð vestfirskra skálda -
8. júlí (fim) -- Gufudalskirkja í Gufudal kl. 15:00
10. júlí (lau) -- Flateyjarkirkja í Flatey kl. 15:00
10. júlí (lau) -- Hótel Flatey kl. 21:30 (upphitun fyrir ball, Skárren ekkert)
13. júlí (þrið) -- Selárdalskirkja í Selárdal kl. 15:00
14. júlí (mið) -- Skrímslasetrið Bíldudal kl. 21:00
15. júlí (fim) -- Þingeyrarkirkja á Þingeyri kl. 15:00
15. júlí (fim) -- Húsið á Ísafirði kl. 21:00
16. júlí (fös) -- Súðavíkurkirkja í Súðavík kl. 15:00
17. júlí (lau) -- Heydalur kl. 21:00
19. júlí (mán) -- Unaðsdalskirkja í Unaðsdal kl. 15:00
19. júlí (mán) -- Steinshús kl. 21:00
21. júlí (mið) -- Síldarverksmiðjan í Djúpavík kl. 13:00 og kl. 20:00
24. júlí (lau) -- Reykhólakirkja á Reykhólum kl. 15:00
Aðgangur ókeypis á alla tónleika!