28. október 2010 | 
		
	Tónleikum slegið á frest
	
		
		Vegna afar slæms útlits fyrir veður og færð hefur tónleikum sem Kvartett Camerata og MEG@tríó ætluðu að halda í Bjarkalundi annað kvöld og á Hólmavík á laugardag verið frestað um óákveðinn tíma. Hópurinn ætlaði að koma akandi frá Patreksfirði og Tálknafirði. Færð getur spillst á skömmum tíma og lítið eða ekkert ferðaveður verður víða um land, segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.