Tenglar

7. ágúst 2015 |

Torfi og Guðlaug, Játvarður og Rósa

Fánaborg á fyrstu Ólafsdalshátíðinni sumarið 2008 / Óskar Steingrímsson.
Fánaborg á fyrstu Ólafsdalshátíðinni sumarið 2008 / Óskar Steingrímsson.

Á Ólafsdalshátíðinni á morgun, laugardag, flytur María Játvarðardóttir frá Miðjanesi í Reykhólasveit erindi sem ber heitið Torfi og Guðlaug, Játvarður og Rósa. Þarna er annars vegar um að ræða Torfa Bjarnason og Guðlaugu Zakaríasdóttur í Ólafsdal við Gilsfjörð og hins vegar Játvarð Jökul Júlíusson og Rósu Hjörleifsdóttur á Miðjanesi, foreldra Maríu.

 

Sérstök tengsl hins merka fræðimanns og rithöfundar Játvarðar Jökuls við Ólafsdal voru þau, að hann ritaði sögu Torfa Bjarnasonar og Ólafsdalsskóla jafnframt því að taka saman nemendatal skólans, sem starfaði á árunum 1880-1907.

 

Saga Játvarðar Jökuls sjálfs er annars mjög sérstök, eins og margir þekkja. Hann var hina síðari áratugina lamaður vegna taugasjúkdóms og skrifaði bækur sínar, æviskrár, annála og annan fróðleik með priki sem hann hafði í munninum, fyrst á rafmagnsritvél og síðan á tölvu eftir að þær komu til sögunnar.

 

Sumarið 1985 eða fyrir þrjátíu árum kom Elín Pálmadóttir blaðamaður á Morgunblaðinu í heimsókn að Miðjanesi. Afraksturinn var ítarlegt viðtal og frásögn sem hér má lesa í heild.

 

Hér má finna dagskrá Ólafsdalshátíðarinnar á morgun í heild ásamt ýmsu öðru sem tengist hátíðinni og staðnum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Mars 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31