13. janúar 2017 | Umsjón
Torfi ráðinn dýraeftirlitsmaður
Sveitarstjórn Reykhólahrepps ákvað í gær að ráða Torfa Sigurjónsson á Reykhólum í starf dýraeftirlitsmanns í verktöku í samræmi við tillögu umhverfis- og náttúruverndarnefndar. Hlutverk hans verður að sjá um eftirlit með framkvæmd samþykktar um hunda- og kattahald frá liðnu hausti, svo sem skráningu dýra, eftirlit með lausagangi hunda í þéttbýli og föngun þeirra og skipulagningu árlegrar dýrahreinsunar.